27.01.1943
Efri deild: 42. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1259 í B-deild Alþingistíðinda. (2235)

37. mál, lögsagnarumdæmi Reykjavíkur

Frsm. meiri hl. (Bjarni Benediktsson):

Ætlun mín var einnig sú að biðja um frest á umræðum til morguns, svo að hægt væri að athuga brtt. þær, sem fram hafa komið. Þær sýnast ekki óaðgengilegar. Ég vil því beina því til hæstv. forseta að fresta umræðunni. Að öðru leyti er ég þakklátur hv. 5 þm. Reykv. fyrir það, að hann hætti við að bera fram brtt. í þetta sinn. Annars er ég eindregið þeirrar skoðunar, að Seltjarnarnesið lendi brátt innan lögsagnarumdæmis bæjarins, og er ég því fylgjandi.

Ég lít svo á, að þetta frv. setji bænum engin fullnaðartakmörk, enda ætlast ég ekki til þess. En ég tel aðeins rétt og betur farið, að því máli eða stækkun, sem nú er um að ræða, sé haldið út af fyrir sig. Síðar mun ég verða því hlynntur að taka nýjar stækkanir á lögsagnarumdæmi bæjarins til athugunar.