30.03.1943
Neðri deild: 86. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1280 í B-deild Alþingistíðinda. (2259)

37. mál, lögsagnarumdæmi Reykjavíkur

Bjarni Ásgeirsson:

Herra forseti. — Ég óska hér með eftir að fá upplýsingar um það, hvers vegna þetta mál hefur verið tekið svona skyndilega og fyrirvaralaust á dagskrá. Mér skildist, að það hefði verið tekið af dagskrá til þess að ræða einhver samkomulagsatriði. Ég, sem er einn samkomulagsaðilinn, veit ekkert um það efni, og nú er búið að taka málið aftur á dagskrá, án þess að þær upplýsingar, sem beðið var eftir, séu fengnar.