30.03.1943
Neðri deild: 86. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1280 í B-deild Alþingistíðinda. (2260)

37. mál, lögsagnarumdæmi Reykjavíkur

Jakob Möller:

Herra forseti. — Málið hefur verið tekið fyrir eftir ósk minni. Það er búið að bíða svo lengi, að engin von er um, að samkomulag náist. Annars er ein umr. eftir, ef möguleikar væru á því að ná samkomulagi um málið. Í gær var málið á dagskrá, en var tekið af henni, því að eigi vannst tími til að ræða það. Sést á þessu, að það er alls ekki tekið skyndilega á dagskrá í dag.