02.04.1943
Neðri deild: 89. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1304 í B-deild Alþingistíðinda. (2280)

37. mál, lögsagnarumdæmi Reykjavíkur

Bjarni Ásgeirsson:

Herra forseti. — Ég vil spyrja hv. forseta, hvort hann sjái sér ekki fært að fresta eitthvað atkvgr. um þetta mál, vegna þess að það hefur tekizt svo slysalega til, að nokkuð margir hv. þm. eru fjarverandi. Og af því að þetta er töluvert hitamál, fyndist mér mjög æskilegt, að það kæmi fram. um málið sá raunverulegi þingvilji, sem til er um það í þinginu, þannig að ekki væri látin nein hending ráða því, hvernig úrslit þess verða. Ég sé, að a.m.k. 4 eða 5 þm. eru fjarverandi, sem mér þætti mjög æskilegt, að gætu verið viðstaddir þessa atkvgr. til þess að fá fram þá réttu mynd af þingviljanum í þessu máli.