02.04.1943
Neðri deild: 89. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1305 í B-deild Alþingistíðinda. (2284)

37. mál, lögsagnarumdæmi Reykjavíkur

Áki Jakobsson:

Herra forseti. — Ég vildi bara segja, að mér finnst mjög óeðlilegt að fresta nú afgreiðslu þessa máls, þó að einstakir hv. þm. séu fjarverandi. Mér finnst það engin leið, að allt þingið sé að bíða eftir hv. þm., sem hafa skroppið heim til sin og jafnvel þó að þeir séu fjarverandi vegna veikndaforfalla, enda er þetta ekki . nema 2. umr. málsins, og getur verið, að þeir verði komnir við 3. umr. Ég get því ekki séð ástæðu til að fresta umr. nú.