15.03.1943
Neðri deild: 75. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1311 í B-deild Alþingistíðinda. (2304)

154. mál, Kennaraskóli Íslands

Frsm. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. — Frv., sem hér liggur fyrir á þskj. 514, er flutt af menntmn. d. fyrir tilmæli fræðslumálastjóra og stjórnar Sambands íslenzkra barnakennara. Frv. er samið af skólastjóra kennaraskólans með aðstoð kennara hans, og er látin fylgja því skýr og glögg grg., svo að ekki er ástæða til langrar framsögu.

L. um kennaraskólann eru frá 1907, en var breytt lítils háttar 1924, svo að það er ekki að ófyrirsynju, að þau hafa verið tekin til endurskoðunar. L. geyma ekki allar þær reglur, sem fylgt er við kennsluna á skólanum, heldur hefur starf skólans verið aukið með endurbættri reglugerð, og er sumt af því tekið inn í frv. Aðalbreyt. eru þrjár. Í fyrsta lagi er lagt til að bæta einum bekk við, svo að skólanámið verði 4 vetur. Í öðru lagi eru gerðar nokkrar breyt. á inntökuskilyrðum, þannig að takmarkið er fært um eitt ár, og loks á að koma upp fullkomnum æfingaskóla

Við kennaraskólann, en þess er vitanlega mikil þörf.

Undanfarin ár hafa verið uppi ýmsar. till. um breyt. á kennaraskólanum, en frv. þetta felur í sér þá lausn, sem þeir aðiljar, sem bezt þekkja til, geta sætt sig við. Fræðslumálastjóri er því eindregið fylgjandi, og nemendur skólans eru hlynntir breyt. Kennarastéttin hefur líka tekið þetta mál fyrir á fulltrúaþ. sínum undanfarin ár. Þó að málið komi nokkuð seint fram, vænti ég, að það fái greiða afgreiðslu, af því að það er vel undirbúið og frv. vandað að frágangi.