09.04.1943
Efri deild: 93. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1333 í B-deild Alþingistíðinda. (2397)

145. mál, tollskrá o.fl.

Gísli Jónsson:

Mér er bara alveg óskiljanlegt, hvernig hv. 3. landsk. þm. getur verið þversum í þessu máli, ef hann þekkir nýju tollskrána og hefur hlustað á það, sem ég hef sagt hér.

Það getur vissulega munað um þessa hjálp frá því opinbera fyrir þessar verksmiðjur, þó að í smáum stíl sé, að þær þurfi ekki að greiða toll af þessum umbúðum. Og þó ekki sé annað en skilningsleysi Alþ. á þessum hlutum, þá getur það orðið til þess, að sumar þessar verksmiðjur, sem berjast fyrir því að geta haldið áfram þessum iðnaði, leggist alveg niður.