24.03.1943
Neðri deild: 82. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1342 í B-deild Alþingistíðinda. (2437)

155. mál, ríkisborgararéttur

Gísli Sveinsson:

Með tilvísun til þess, sem ég hef áður sagt, óska ég, að málið verði tekið af dagskrá. Ég held, að rétt sé, áður en frv. fer úr d., að hugsa sig nokkuð um og undirbúa rannsóknirnar frekar og koma þá allri súpunni inn.

Ég get sagt frá einum manni, sem er Íslendingur, á ísl. föður, en, norska móður, og áttaði sig ekki á því fyrr en her kom inn í landið, að hann væri norskur borgari. Hann naut hér allra réttinda, en þennan mann hafa hervöldin tekið og fært í treyju, og hann er hér í Rvík nauðugur sem þeirra soldáti. Ég hef sagt sendiherra Norðmanna og öðrum, að þetta sé óhæfilegt, en svona eru þeirra reglur.

Það er viðkvæmt mál, ef á að beita á Alþ. lagaofbeldi á móti tökuofbeldi.