12.01.1943
Neðri deild: 30. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 29 í C-deild Alþingistíðinda. (2472)

30. mál, einkasala á bifreiðum

Frsm. 1. minni hl. (Skúli Guðmundsson):

Eins og fram kemur í nál., sem hér liggur fyrir, var ekki unnt að ná samkomulagi um afgreiðslu þessa máls. Við tveir af nm., hv. þm. V.-Ísf. og ég, skilum nál. á þskj. ~03, þar sem við leggjum til, að frv. verði samþ., en áskiljum okkur þó rétt til að flytja brtt. við það eða fylgja brtt., sem fram kunna að koma. Hv. 2. þm. Reykv. hefur síðan skilað nál. sérstaklega á þskj. 138. Leggur hann til, að frv. verði samþ. með nokkrum breyt. Vill hann breyta 7. gr. frv., um kosningu úthlutunarn. Hann mun að sjálfsögðu gera sjálfur grein fyrir þeirri breyt. Ég vil aðeins taka það fram hér, að sá hl. n., sem stendur að nál. 103, leit svo á, að því aðeins gæti komið til greina, að stéttarfélag bílstjóra tilnefndi mann í úthlutunarn., að sá félagsskapur næði yfir land allt.

Þá hafa tveir nm., þeir hv. þm. 2.-Húnv. og hv. 2. þm. Rang., lagt fram sérstakt nál. á þskj. 174, þar sem þeir leggja til, að frv. verði fellt.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa um þetta fleiri orð að sinni. Eins og ég gat um í upphafi, leggur þessi minni hl. n. til, að frv. verði samþ.