04.12.1942
Efri deild: 8. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 53 í C-deild Alþingistíðinda. (2509)

23. mál, nýjar síldarverksmiðjur

Flm. (Ingvar Pálmason):

Ég ætla, að bilið milli mín og hæstv. ráðh. sé harla lítið í þessu máli. Hann játar, að menn þurfi að leita leyfis ráðh. til þess að reisa síldarverksmiðjur. Frábrugðið þessu er það eitt í frv. mínu, að þar er gert ráð fyrir, að ákvörðunarrétturinn um stofnun lýsisherzlustöðvar verði í höndum Alþ., en ekki ráðh., eins og um síldarverksmiðjurnar. Þetta djúp er ekki breiðara en svo, að það ætti að mega brúa.

Ef hæstv. ráðh. lítur svo á, að það sé lagaatriði, hvort þessi lýsisstöð heyrir undir eldri l. eða ekki, þá finnst mér einmitt þurfa að taka af öll tvímæli um það með nýjum l., svo að ekki þyrfti að fara með það mál fyrir dómstólana.

Ég ætla ekki að deila um vald núv. stjórnar. En ég tel það ekki heppilegt, að minnihlutastjórn skuli álíta sig mega framkvæma hvað sem er.

Um digurmæli hv. þm. Barð. um, að ekki væri þó hægt að mynda aðra eða betri stjórn, þá vil ég segja það, að eftir öllum venjulegum þingræðísreglum væri það hlutverk hans' eigin flokks að beita sér fyrir myndun þingræðisstjórnar, þar sem hann er stærsti flokkur þingsins. Þessi s~unningaleið, sem hér er farin til stjórnarmyndunar, er algerlega ný leið. Ég held því, að hv. þm. ætti að líta nær sér, áður en hann glósar um seinagang stjórnarmyndunarinnar.