05.02.1943
Neðri deild: 50. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 66 í C-deild Alþingistíðinda. (2532)

23. mál, nýjar síldarverksmiðjur

Fjmrh. (Jakob Möller):

Af því að borið hefur á góma sögu Rauðku-málsins, en þáv. atvmrh., hv. þm. G.-K., er ekki í d., vildi ég mega leiðrétta það, sem sagt var um synjunina til Siglufjarðarbæjar um leyfi til að reisa 5000 mála verksmiðju á Siglufirði. Um synjun var ekki að ræða, heldur takmörkun frá því, sem bærinn vildi. Ráðh. veitti leyfi til 2500 mála verksmiðju. Út af orðum hv. frsm. meiri hl. um, að sterk rök hlytu að hafa verið fyrir afstöðu ráðh., sé ég ekki ástæðu til að draga fjöður yfir það, að þær ríku ástæður voru fyrir hendi, að meiri hl. stj. síldarverksmiðja ríkisins lagði eindregið á móti því, að þetta leyfi væri veitt, og stj. Landsbanka Íslands sömuleiðis. Geta menn svo metið, hvað rétt hafi verið að gera í því máli.

Ég vil eindregið fylgja till. hv. minni hl. n. og er alveg sammála því, sem hv. 2. landsk. þm. lýsti yfir um sína afstöðu. Ég get skrifað undir hvert orð, sem hann sagði.