12.03.1943
Neðri deild: 74. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 92 í C-deild Alþingistíðinda. (2577)

108. mál, sala á spildu úr Neslandi í Selvogi

Frsm. minni hl. (Emil Jónsson):

Í ræðu hv. þm. Borgf. voru 2 atriði, sem ég verð að minnast á. Hið fyrra er fjörugróðurinn í Selvogi, sem hann sagði, að væri búfé þar nauðsyn. Þennan fjörugróður væri hægt að láta fénu í té án þess að fórna til nokkru af landinu, og væri þetta vel þess vert, að það væri athugað, því að það nær engri átt að taka tugi og jafnvel hundruð hektara af grónu svæði til þess að komast að þessari fjörubeit. — Hitt atriðið eru sláturfjárafurðirnar. Ég talaði ekkert um það áður, að við værum komnir á það stig, að ekki væri ástæða til að örva frekar búskaparframkvæmdir í landinu. En ég sagði, að nú skorti okkur Íslendinga sízt sauðfjárafurðir til neyzlu og litlu munaði um hundrað kindur til eða frá. Við verðum, hvort sem er, að koma ofan í útlendinga miklu af framleiðslu okkar á þessu sviði, stundum jafnvel með meðgjöf. Ég skal svo að lokum láta í ljós ánægju mína yfir því, að hv. þm. Borgf. ,virðist nú treysta mest á forustu hv. 1. þm. Arn. í þessu máli, og virðist það vera eftirstöðvar af máli, sem var hér til umr. fyrr í dag. En minna má hv. þm. á það, að ýmsir aðrir en hv. 1. þm. Árn. hafa látið uppi skoðun sína um þetta mál, þar á meðal' ekki ómerkari menn en sandgræðslustjóri og skógræktarstjóri, og álit þessara manna er allt annað en álit hv. 1. þm. Árn.