11.01.1943
Neðri deild: 29. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í C-deild Alþingistíðinda. (2588)

31. mál, alþýðutryggingar

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Ég býst við, að undirbúningi sé eigi lokið, og geng út frá því, að málið sé ekki komið fram í tryggingarráði, og dreg ég þá ályktun af því, að rannsókn hafi ekki farið fram. Finnst mér, eins og málið stendur, nægilega vel fyrir þessu atriði séð.

Hættan er sú, ef þetta nær fram að ganga, að fleiri komi á eftir, sem vilja láta fara eins með óskir sínar. Gæti þá svo farið, áður en langir tímar liðu, að tekjur lífeyrissjóðs minnkuðu. að miklum mun. Þetta er vert að athuga, áður en lengra er farið. Hitt get ég tekið undir með hv. þm. V.-Húnv., að sjálfsagt er að taka til athugunar, að menn verði ekki fyrir misrétti í þessu efni.