11.01.1943
Neðri deild: 29. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í C-deild Alþingistíðinda. (2589)

31. mál, alþýðutryggingar

Helgi Jónasson:

Ég er þakklátur hv. frsm., hvernig hann hefur tekið í þetta mál. Það er ekki óeðlilegt, að samvinnufélögin fái undanþágu í þessu efni. Í Ed. var bent á hættu þá fyrir lífeyrissjóð, að hann fengi ekki iðgjöldin, ef þetta yrði samþ., og að hann yrði ófær um að inna af höndum skyldur sínar.

Það er hin mesta þörf að endurskoða tryggingarlögin hið allra fyrsta, og er þess að vænta, að rannsókn hefjist sem fyrst.