26.01.1943
Neðri deild: 42. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í C-deild Alþingistíðinda. (2675)

45. mál, jöfnunarsjóður aflahluta

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. — Ég ætla að segja aðeins nokkur orð í sambandi við mál þetta, þar sem ég hef von um, að umr. verði frestað, svo að n. hafi tækifæri til að taka málið til athugunar, en þess er full þörf. Mér skilst, að þrjár meginbrtt. við frv. hafi komið fram. Sú fyrsta frá hv. þm. V.-Húnv., þær gan;a í svipaða átt báðar. Það er hin frjálsa leið, sem þeir óska eftir. Í öðru lagi brtt. hv. þm. N -Þ. Ég lit svo á, að hún sé ekki mikilsverð. Hún er aðallega um nafnbreytingu og kosningu sjóðsstjórnarinnar og önnur smærri atriði, sem ekki eru líkleg til að valda miklum ágreiningi.

Í sambandi við brtt. mína á þskj. 258 vil ég útskýra dálítið, í hvaða átt hún gengur, og legg ég kapp á, að hún nái fram að ganga. Í frv. er er gert ráð fyrir, að greiða skuli 1% í jöfnunarsjóð, þegar búið er að draga sameiginlegan kostnað frá (beitu, olíu, salt). Mundi það þýða, að austfirzkir útgerðarmenn og sjómenn yrðu látnir greiða eftir öðrum reglum en gert er hér við Faxaflóa. Í brtt. minni legg ég til, að greiðsla til jöfnunarsjóðs verði miðuð við brúttóafla og reiknist 3/4%. Ef þessi leið er farin, þá greiða allir hlutaskiptamenn á landinu eftir sömu reglum, hvort heldur sem hlutaskiptin fara fram eins og nú tíðkast á Austurlandi eða hér við Faxaflóa.

Í trausti þess, að umr. verði frestað, fer ég ekki fleiri orðum um málið að sinni.