05.01.1943
Neðri deild: 25. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 113 í B-deild Alþingistíðinda. (270)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Þetta mál er þannig vaxið, að eins og nú standa sakir tel ég mig ekki geta gefið aðrar upplýsingar en þær, sem þegar liggja fyrir. Mér er það fyllilega ljóst, að þetta er mjög alvarlegt ástand með skipakostinn, en hvort úr því kann að rakna, get ég ekki sagt að svo stöddu. Ég get ekki tekið undir það með hv. þm. G.-K., að úr því að komið sé í þetta öngþveiti, sé ekkert að gera til þess að reyna að komast úr því aftur. Það er eins og að standa í sjó upp undir hendur og gera ekkert til þess að komast á þurrt land, þótt sjórinn hækki stöðugt í kring.