19.03.1943
Efri deild: 77. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 157 í C-deild Alþingistíðinda. (2705)

66. mál, skólasetur á Reykhólum

Frsm. (Páll Hermannsson):

Það er nú liðinn langur tími síðan þetta frv. fór til n. Í áliti n. á þskj. 550 er gerð grein fyrir þessum mikla drætti, og í nál. ætla ég einnig, að gerð sé fullnægjandi grein fyrir till. landbn. í málinu, enda þótt nál. sé ekki langt.

Meining þessa frv. er sú, að hafinn verði hið allra bráðasta undirbúningur að framtíðarmennta- og menningarstarfsemi á Reykhólum, og yrði sú starfsemi væntanlega einkum tengd Vestfirðingafjórðungi.

Við meðferð þessa máls kom í ljós, að undirbúa þarf þessa lagasetningu enn betur en orðið er. Flm. frv. hefur orðið n. sammála um þetta., og mun hann e.t.v. ásamt landbn. flytja till. í Sþ. um undirbúning þessa máls, eftir að það hefur fengið afgreiðslu hér í hv. d.

Ég sé svo ekki ástæðu til að endurtaka meira úr nál. N. hefur gert skýra grein fyrir afstöðu sinni þar.