12.01.1943
Neðri deild: 30. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í B-deild Alþingistíðinda. (275)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég tel ekki þörf að hafa langa framsögu fyrir hönd fjhn. Eins og nál. ber með sér, þá er hér að mestu leyti um samkomulag að ræða, hvað þetta frv. snertir. Í brtt. n. ber mest á 2 brtt. og þó er þar ekki um efnisbreyt. að ræða. Ég segi, að sú breyt. sé ekki efnisbreyt., af því að hún hefur hvorki áhrif á tilgang frv. né heldur framkvæmd laganna. Í síðustu mgr. 2. brtt. við 3. gr. stendur eftirfarandi: „Með reglugerð er heimilt að setja þau ákvæði, er þurfa þykir, til að tryggja það, að íslenzkar afurðir og aðrar vörur, sem fluttar eru til útlanda, verði greiddar með erlendum gjaldeyri, er renni til bankanna. — Enn fremur ákvæði um það, að allur annar erlendur gjaldeyrir, sem menn eiga að eignast, renni til þeirra.“

Þar sem áðurgreind ákvæði eru í 4. gr. frv., ber n. fram skriflega brtt. við þetta til þess að leiðrétta þá endurtekningu, sem hér hefur átt sér stað.

Í nál. er enn fremur prentvilla í 2. brtt. Þar stendur, að þetta sé brtt. við 4. gr. frv., en á að vera við 3. gr. Að öðru leyti má segja, að n. sé sammála um frv., því að eins og nál. ber með sér, þá eru fjórir nm. með því valdi, sem hæstv. ríkisstj. er hér með fengið í hendur. Ef um fastan. er að ræða, þá er ekki nema rétt, að Alþ. skipi menn í þær n., en þegar um er að ræða slíkar n. sem þessa, þá telur fjhn. rétt, að hæstv. ríkisstj. sé veitt óskorað vald til þess að tilnefna mennina. Með því ber hún einnig ein ábyrgð á framkvæmd l.

Ég vil enn fremur geta brtt. á þskj. 176. Þar er viðbót við 5. tölul. 2. gr. þannig: „.... eða aðrar ástæður gera slíkar ráðstafanir nauðsynlegar að dómi ríkisstjórnarinnar“. Með þessu er aðeins átt við knýjandi ástæður, sem að höndum kunna að bera.

Ég vil svo að lokum afhenda hæstv. for seta þessar skriflegu brtt., sem í rauninni eru aðeins smávægilegar leiðréttingar.