27.01.1943
Efri deild: 42. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 221 í C-deild Alþingistíðinda. (2774)

120. mál, kynnisferð sveitafólks

Eiríkur Einarsson:

Sá, sem átti að hafa framsögu af hálfu n., er fjarstaddur í dag, og vil ég því tala hér í hans stað, en mun segja aðeins fáein orð.

Ég vil aðeins taka það fram, að ég áskildi mér rétt til að bera fram brtt., og vil ég geyma mér þann rétt til 3. umr. og láta því staðar numið nú. Líku máli gegnir um afstöðu mína og afstöðu n. til þeirrar brtt., sem hér liggur fyrir á þskj. 274 frá tveim hv. þm., með því að hún hefur komið fram svo seint, að n. hefur ekki gefizt tækifæri til þess að taka hana til sameiginlegrar athugunar.