12.01.1943
Neðri deild: 30. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 115 í B-deild Alþingistíðinda. (279)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Jón Pálmason:

Ég mun ekki ræða málið almennt, því að um það hefur verið rætt allýtarlega við 1. umr., en mun segja nokkur orð út af brtt. á þskj. 176. Eins og sést á henni, þá er hún borin fram af 3 nm., en við tveir, hv. 2. þm. Rang. og ég, gátum ekki fylgt henni, af því að við töldum hér vera um talsverða efnisbreyt. að ræða. Hins vegar viljum við flytja brtt. í þá átt, að bæði Viðskiptaráð og ríkisstj. verði sammála, ef út á þessa braut er gengið.

Varðandi 2. skrifl. brtt., þá tel ég eigi þurfa að óttast hana, en það er ósk mín, að hún ásamt brtt. á þskj. 176 verði teknar aftur til 3. umr., svo að n. gefist tækifæri til að athuga þær. Úr því að ekki er um stærri ágreiningsmál að ræða en þetta, þá ætti vonandi að nást samkomulag um frv. Ég mun svo ekki hafa þessi orð mín fleiri að sinni.