07.04.1943
Efri deild: 90. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 257 í C-deild Alþingistíðinda. (2863)

120. mál, kynnisferð sveitafólks

Forseti (StgrA):

Eftir þeim umr., sem hér hafa farið fram, hef ég ekki annað að segja en það, að ég mun halda mig við það að leita atkvæða d. um það, hvort þessar brtt. skuli koma til meðferðar hér eða ekki. Og samþykki d., að brtt. skuli koma til meðferðar, þá mun ég líta svo á, að afgreiðsla þeirra muni heldur ekki raska afgreiðslu málsins frá þeirri meðferð, sem það nú hefur haft. Ég lít svo á, að ef hv. d. leyfir, að þessar brtt. komi til meðferðar, þá muni það ekki raska meðferð málsins. (JJ: Málið þarf að endurfæðast fimm sinnum að minnsta kosti.).