07.04.1943
Efri deild: 90. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 258 í C-deild Alþingistíðinda. (2874)

120. mál, kynnisferð sveitafólks

Kristinn Andrésson:

Ég vil ekki gera leik að því að fresta umr. um þetta mál lengur en með þarf. Ég var einn af þeim dm., sem samþ. frv. hér eins og það var í upphafi og eins og það kom frá landbn. Ed., og hef alltaf verið fylgjandi eðli málsins. En hins vegar var þessu máli svo gerbreytt í hv. d., að ég tel, að það sé eftir það orðið allt annars eðlis. Og þar sem brtt. mín og hv. 5. þm. Reykv. (BrB) einnig hefur hvorum tveggja verið vísað frá, sem var (mín brtt.) um að breyta frv. í fyrsta form sitt, vil ég til þess að geta komið enn með brtt., láta taka málið nú af dagskrá, sem ég get ekki séð, að þurfi að tefja málið meira en um einn dag. Að öðru leyti skal ég gera það, sem ég get til þess að flýta afgreiðslu málsins.