13.01.1943
Neðri deild: 31. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 120 í B-deild Alþingistíðinda. (288)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Einar Olgeirsson:

Ég gerði grein fyrir því við 2. umr., að ég teldi nauðsynlegt að breyta 1. gr. frv., ef ekki kæmi neitt fram frá hæstv. stj., sem benti til, að hún ætlaði að hafa samvinnu við þ. um þetta. Ég ætla því að leyfa mér að bera fram skrifl. brtt., sem er svo hljóðandi: 1. gr. orðist svo:

Ríkisstj. skipar fimm manna n., er nefniat Viðskiptaráð, og jafnmarga varamenn, er sæti taki í ráðinu í forföllum aðalmanna eða ef sæti verður laust um stundarsakir. Fjórir nefndarmanna séu skipaðir eftir tilnefningu þingflokkanna, einn eftir tilnefningu hvers þeirra, en fimmti maðurinn sé skipaður án tilnefningar, og sé hann formaður nefndarinnar“.

Ég hef við 1. og 2. umr. gert grein fyrir nauðsyn þessarar brtt., og mun ég því ekki ræða hana frekar að þessu sinni, en óska þess, að hæstv. forseti leiti afbrigða fyrir þessari skrifl. brtt.