07.04.1943
Efri deild: 91. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 262 í C-deild Alþingistíðinda. (2884)

120. mál, kynnisferð sveitafólks

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Mér þótti dálítið undarlegt að heyra ræðu hv. 3. landsk. og dagskrártill. þá, er hann bar fram, og þó ekki sízt rök þau, sem hann færði fram í málinu. Hefur hann verið vændur um, að ekki fylgdi hugur máli, og gæti ég trúað því eftir framkomu hans hér í gær, og styðja rök þá skoðun.

Ef bændur gætu leyft sér að leggja nokkra fjárhæð til hliðar, væri öðruvísi ástatt um margt en nú er. Það er áreiðanlegt, að ef hv. 3. landsk. og aðra langar til að styrkja þessa stétt, þá muni ekki úr vegi að leyfa málinu að ganga fram, og vænti ég þess, að dagskrártill. verði felld. Hún er komin fram til að spilla fyrir málinu.