07.04.1943
Neðri deild: 92. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í C-deild Alþingistíðinda. (2891)

174. mál, skipun læknishéraða

Flm. (Gunnar Thoroddsen):

Út af ummælum hv. 1. þm. Rang. vil ég taka fram, að þetta hérað yrði ekki með allra fámennustu héruðum landsins. Það eru 13 fámennari, og 42 héruð hafa tæplega 1000 íbúa, en hið fámennasta aðeins 429. Að því er hitt snertir, að erfitt muni vera að fá lækni til fámennra héraða, þá mun það vera rétt, og hefur einmitt þess vegna verið borin fram till. um að skora á stjórnina, að hún sjái um, að fámenn læknishéruð fái lækna. Eins og bent er á í þessari till., eru læknishéruðin í landinu 50 að tölu, en læknar um eða yfir 200. Það er öfugstreymi, að fámenn og strjálbýl héruð skuli þurfa að vera læknislaus mánuðum eða jafnvel árum saman. Ég held því, að sá ótti, að ekki sé hægt að fá lækni í héraðið, nægi ekki til að fara að seinka þessu frv. Ég skal svo ekki hafa fleiri orð um þetta að sinni. Það nægir, þegar málið kemur aftur úr n.