08.12.1942
Neðri deild: 11. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 312 í C-deild Alþingistíðinda. (2978)

34. mál, húsaleiga

Sveinbjörn Högnason:

Ég vil aðeins leiðrétta hæstv. ráðh. Hann segir, að ég hafi átt þátt í að setja þessi l. Man ekki hæstv. ráðh., að um þetta voru gefin út brbl. af hans eigin stj., og man hann ekki, að ég mótmælti þeim? Þessi bannlög voru þá gefin út eins og nú. Það er þess vegna ekki rétt fyrir hann að reyna að koma þessu á aðra, þótt af því sé óneitanlega óbragð.

Um hitt atriðið, að menn taki sér hér lögheimili, er ég eins vel kunnugur og hann. Þegar menn geta hvorki fengið hér atvinnu né húsnæði án þess, þá leiðast þeir til þess í mörgum tilfellum.

Þetta er óviturlegt. Hér hafa 1. þveröfugar verkanir við það, sem þau eiga að hafa. Auk þess er þetta ranglátt gegn þegnunum, ef tekið er tillit til þess, að nærri allt. byggingarefni, sem flyzt til landsins, er notað í Rvík.