08.12.1942
Neðri deild: 11. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 312 í C-deild Alþingistíðinda. (2979)

34. mál, húsaleiga

Fjmrh. (Jakob Möller):

Það mætti æra óstöðugan að leiðrétta misskilning hv. siðasta ræðumanns. Hann þóttist vera að leiðrétta mig og minnti á, að umtöluð l. hefðu aðeins verið brbl. En vissulega væru þau fallin úr gildi, ef hv. Alþ. hefði ekki gert þau að sínum l. Og eru það þá ekki gömul l., eins og ég sagði?

Ég sagði, að hv. þm. hefði tekið þátt í setningu þessara l., og meinti þá auðvitað, að honum hefði verið vel kunnugt um þau, þar sem hann átti setu á þingi Um það, hvort hann hefði greitt atkv. með þeim eða móti, fullyrði ég hins vegar ekkert og hann ekki heldur, ekki núna í ræðu sinni. En þetta skiptir ekki máli. heldur hitt, að ég sýndi fram á, að honum hlaut að vera kunnugt um, að þetta voru gömul l., sem nú ætti að verða hægt að framfylgja. Hér þarf því engrar leiðréttingar við, það stendur óhaggað, sem ég hef sagt.

Um kunnugleika hv. þm. af því, að menn taki sér fasta bólfestu hér í bænum, um þá kunnugleika skal ég ekki deila.

Um hitt verður ekki deilt, að þeir, sem komnir voru hingað, áður en l. voru sett, geta verið hér áfram í fullum rétti, en þeir, sem komu eftir að l. voru sett, koma ekki löglega með neinum ráðum. Það skiptir hér engu máli, hvort þeir hafa tekið sér hér lögheimili eða ekki.

Þetta er nú svona. og deili ég ekki meira um það við hv. þm.