22.03.1943
Neðri deild: 80. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 314 í C-deild Alþingistíðinda. (2990)

125. mál, verndun barna og ungmenna

Frsm. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. — Frv. það, sem hér liggur fyrir um vernd barna og unglinga, er flutt af hæstv. ríkisstj., og hefur allshn. þessarar hv. d. haft mál þetta til athugunar um nokkuð langan tíma og rætt það á mörgum fundum n. Einnig hefur n. leitað álits frá Barnaverndarráði Íslands, og hefur ráðið sent n. álitsgerð sína á frv. Einnig hefur n. fengið umsögn hæstv. dómsmrh. og fengið frá honum nokkrar till. til breyt. á frv. — Eftir að n. hafði athugað þessar brtt., þá varð hún samþ. að leggja til, að flestar af brtt. Barnaverndarráðsins yrðu samþ. og allar brtt., er hæstv. dómsmrh. hafði komið fram með til n.

Árið 1932 voru sett l. um barnavernd, og var þeim l. svo breytt ári seinna, eða árið 1933. Að fenginni um 10 ára reynslu voru á ný samin I. um ungmennadóm og eftirlit með ungmennum. Þessum þrem lagafyrirmælum hefur nú verið steypt saman, þau aukin og endurbætt með ýmsum nýmælum, sem nú felast í því frv., er hér liggur fyrir með þeim breyt., sem allshn. óskar eftir, að gerðar verði á frv.

Ég ætla ekki að sinni að ræða þetta mál í heild, heldur ætla ég mér einungis að geta þeirra brtt., sem n. hefur lagt til, að samþ. yrðu, og eru þær greindar í nál. á þskj. 564.

1. brtt. n. er við 1. gr. frv., sem fjallar um, að vernd barna og unglinga taki yfir eftirlit með uppeldisstofnunum, svo sem barnahælum, dagheimilum, leikskólum, sumardvalarheimilum, fávitahælum o.s.frv. Brtt. Barnaverndarráðs var á þá leið, að á eftir fávitahælum komi „fyrir börn og ungmenni“. — N. þótti það og sjálfsagt, að verndun barna og unglinga taki ekki yfir verndun fávitahæla fyrir fullorðna og mælir því með samþ. þessarar brtt.

2. brtt. n. er við 4. gr. frv. Sú gr. kveður svo á um, að utan kaupstaða skuli skólan. vinna störf barnaverndarn., en brtt. eftir till. Barnaverndarráðs er sú, að hreppsn. eða Barnaverndarráð geti skipað barnaverndarn. í kauptúnum, er þurfa þætti með. Þessi brtt. á fullan rétt á sér, þar sem bæði skólan. þurfa mörgum og óskyldum störfum barnaverndarn. að gegna, og svo hitt, að nauðsyn getur rekið til, þar sem annasöm störf, sem ættu að heyra til barnaverndarn., koma til greina í kauptúnunum.

Brtt. við 6. gr. er sú, að lagt er til, að í Rvík verði kosnir 7 menn í barnaverndarn., og er það eftir till. Barnaverndarráðs. En annars er lagt til, að barnaverndarn. í kaupstöðum sé skipuð 5 mönnum og barnaverndarn. utan kaupstaða, ef kosnar eru, séu skipaðar 3 mönnum.— Er það ljóst mál, að eðlilegt er, að fram komi raddir um það að hafa barnaverndarn. í Rvík skipaða fleiri mönnum en annars staðar sakir víðtækara starfsviðs, og er ekki nema sjálfsagt að verða við þeim óskum í þessu efni, frá þeim aðilum, sem bezt þekkja til þessara hluta.

B-liður 3. brtt. er aðeins smá orðalagsbreyt., en D-liður er um það, að 1. mgr. 6. gr. falli niður. Í núgildandi l. er svo ráð fyrir gert, að 2–3 konur séu í barnaverndarn., en með því fyrirkomulagi að viðhafa hlutfallskosningu, er ekki hægt að segja eða kveða á um þetta atriði. Það verður að vera komið undir bæjarstj. eða hreppsn. á hverjum stað, hversu svo æskilegt sem það kann að vera. Þetta er því ekki hægt að ákveða með l. eins og sakir standa.

Næsta brtt. er við 10. gr. frv., en í þeirri gr. er gert ráð fyrir, að fátækrafulltrúi ráði starfsmenn og þjónustufólk til þess að vinna nauðsynleg störf, er heyra undir barna- og ungmennavernd. N. þótti rétt að hafa þetta ákvæði í samræmi við hliðstæð fyrirbrigði annars staðar, og gerir n. því það að till. sinni, að barnaverndarn. í Rvík ráði til sín starfsfólk að fengnum tillögum fátækrafulltrúa, en utan Rvíkur sé barnaverndarn. heimilt að ráða til sín fulltrúa og annað starfsfólk með samþ. viðkomandi bæjarstj. eða hreppsn.

5. brtt. er við 12. gr. frv., og fjallar sú gr. um skipun Barnaverndarráðs og er þar lagt til, að gerbreyt. verði á skipun ráðsins frá því sem er í núgildandi l. Ráðið sjálft benti n. á, að ekkert gefi tilefni til þess, að ástæða sé að breyta þeirra tilhögun á skipun ráðsins, sem nú er. En sú tilhögun er nú í gildi, að Prestafélag Íslands tilnefni einn mann af þremur, sem eiga sæti í Barnaverndarráðinu. Annar sé tilnefndur af barnakennurum, en sá þriðji sé skipaður af ráðh. ím tilnefningar. — N. lítur því svo á, að þar sem þessi tilhögun hafi reynzt vel, sé rétt að halda henni áfram og leggur því til, að svo verði gert.

6. brtt. er við 13. gr. frv. um ungmennadóm. Í frv. er svo ráð fyrir gert, að héraðsdómari sé sjálfkjörinn, en barnaverndarn. tilnefni tvo menn, er taka sæti í dómnum, en héraðsdómari sé forseti dómsins. — Allshn. hefur ekki getað fallizt á, að þessi skipun verði á ungmennadómnum, og er það af ástæðum, sem ég vil ekki vera að rekja hér neitt nákvæmlega, svo og af því að ákjósanlegast er, að við skipun í þennan dóm sé höfð sú regla, sem almennt gildir í sambærilegum tilfellum. Hefur því n. lagt til, að héraðsdómari (í Rvík sakadómari) sé sjálfkjörinn í dóminn og sé hann forseti hans eins og getið er um í frv., en að ráðh. skipi honum samdómendur til 4 ára í senn.

7. brtt. er við 14. gr. frv., sem fjallar um það atriði, er svipta á forráðamenn barns umráðarétti yfir því. Eru þær breyt. þar ráðgerðar, að bæta á inn í gr. hlutfalli 3 og 7 manna n. í samræmi við það hlutfall 5 manna n., sem er í frv., þegar um það er að ræða, hvort samþ. ú niðurfellingu umráðamanna yfir barni eða ekki.

8. brtt. er aðeins orðalagsbreyting við 19. gr. frv.

9. brtt. er við 20. gr. frv. um það, að 3. mgr. falli burtu. Sú mgr. gerir ráð fyrir, að barnaverndarn. eða fulltrúar annist yfirheyrslur og framkvæmi rannsókn ýmiss konar í einstöku tilfellum varðandi siðferðisbrot eða annað slíkt. Barnaverndarráðið hefur lagt á móti því, að hægt væri að fela barnaverndarn. löggjafareftirlit eða annað vald það varðandi, enda gæti orðið torvelt við það að eiga. Allshn. hefur fallizt á þetta og hefur því lagt til, að þessi mgr. 3. mgr. 20. gr. falli burtu.

Næsta brtt. er við 25. gr. Fyrri breyt. á þeirri gr. er fólgin í því, að barnaverndarn. er heimilt að grípa til bráðabirgðaráðstafana, ef barn líður skort vegna örbirgðar, án þess að þurfa áður að bera það undir hrepps- eða framfærslun. N. telur það oft þurfa svo skjótra aðgerða, að litla eða enga bið þoli, og því liggi næst í slíkum tilfellum að láta barnaverndarn. framkvæma ráðstafanir, sem yrðu til bráðabirgða. Óþarfa vafningar yrðu, ef barnaverndarn. þyrfti, er svo stæði á, að leita á náðir hreppsn. Hin brtt. er við síðari mgr. 25. gr., og á þá leið, að fellt er niður ákvæðið um, að samþykki foreldra eða forráðamanna þurfi að koma til, að barn verði te kið af heimili vegna örbirgðar einnar. — Það þykir sem sé ekki vera sú eina rétta leið að taka barn af heimili, jafnvel þótt samþ. foreldra komi til, því að aðrar leiðir þykja öllu heppilegri til úrbóta, er um ófremdarástand örbirgðar er að ræða, en að taka börnin burtu frá foreldrum sínum.

11. brtt. er við 29. gr. og er aðeins orðalagsbreyt.

12. brtt. er við 33. gr. frv. Sú gr. er nýmæli og er um það að leggja hömlur á töku fósturbarna. Þar er lagt til, að hjón með mikla ómegð, eins og það er orðað, megi ekki taka börn í fóstur, og ekki megi taka fleiri en 3 börn á eitt heimili nema systkin séu. Enn fremur að veita ekki fólki yfir sextugt leyfi til að taka í fóstur börn. Svo á að leggja hömlur á, að einhleypum konum sé mögulegt að taka drengi í fóstur og aftur öfugt. N. leggur til, að öll gr. sé felld niður og lítur svo á, að ekki eigi að torvelda töku fósturbarna með þessu móti. Þó að það sé fært þessari gr. til gildis, að hún sé sniðin eftir erlendum fyrirmyndum, þá telur n., að ástæða sé ekki fyrir hendi hér á landi til þess að haga þessum málum svo mjög í samræmi við það, sem tíðkast erlendis í stórborgunum, a.m.k. séu þær ástæður enn ekki fyrir hendi og því sé óþarft að samþ. þá gr.

34. og 35. gr. frv. ,er svo breytt í samræmi við niðurfellingu 33. gr.

15. brtt., við 39. gr. frv., er einnig smá orðalagsbreyt. og er óþarfi að skýra hana.

Þá koma brtt. við 41. gr. frv. Sú fyrsta, að á eftir orðunum „fullnaðarprófi barnafræðslu“ í 2. málsl. 1. mgr. bætist: „eða burtfararprófi“. Í öðrum lið, að síðasti málsl. 1. mgr. falli burtu og í þriðja lið, aftan við 3. mgr. bætist: „ef miklar sakir eru“. Eru þessar brtt. eftir till. hæstv. dómsmrh. og gat n. fyrir sitt leyti fallizt á, að þær yrðu samþ. og mælir því með því, að það verði gert.

17. brtt er við 43. gr. frv., og er hún fram komin samkv. tilmælum hæstv. ráðh., og sömuleiðis brtt. við 45. gr., sem fjallar um kvikmyndasýningar.

Við 47., 49. og 50. gr. eru gerðar þær breyt. að færa aldursmarkið úr 21 ári í 18 ár. Í 47. gr. frv. er ákveðið, að í reglugerð megi leggja bann við starfa kvenna innan 21 árs á veitingahúsum og skemmtistöðum, þar sem ætla má, að siðferði þeirra sé hætta búin. Enn fremur eru refsiákvæði í 49. gr. frv. miðuð við ungmenni allt að 21 árs, og sama er að segja um ákvæði 50. gr. frv. Barnaverndarn. hefur lagt til, að þetta aldurstakmark verði fært niður í 18 ár, og allshn. hefur á það fallizt. Það fólk, sem hér er um að ræða, frá 18 til 21 árs, er sjálfráða eftir íslenzkum l. Auk þess má vera, að kvenfólk, sem við þetta vinnur, sé giftar konur, þótt innan 21 árs aldurs séu, og er óeðlilegt, að slík ákvæði gildi fyrir þær.

Þá eru að vísu aðrar brtt. viðvíkjandi 49. gr., sem einnig eru fluttar samkvæmt till. ráðh., sem eg fjölyrði ekki um.

22. brtt. er við 51. gr. frv., líka samkvæmt till. ráðh., aðallega orðabreyt. á 2. málsgr. og að vísu nokkur þynging refsingar.

Við 58. gr. er brtt. samkv. till. Barnaverndarráðs um, að við 1. málsl. fyrri málsgr. bætist: „og beint eftirlit með hælum þeim og uppeldisstofnunum, sem ætluð eru til viðtöku börnum og unglingum hvaðanæva af landinu“. Því að það má e.t.v. segja, að slíkt falli ekki í hlut neinnar sérstakrar barnaverndarnefndar.

Í 59. gr. frv. er gert ráð fyrir, að Barnaverndarráð geti lagt þeim, sem rekur barnahæli eða uppeldisstofnun, þá skyldu á herðar að ráða sérstakan heimalækni, er Barnaverndarráð samþykkir, og að Barnaverndarráð geti krafið hann skýrslna og læknisumsagnar um atriði þau, er um getur í 58. gr., og etin fremur, að hæli eða uppeldisstofnun beri kostnað af lækniseftirliti. Barnaverndarráð hefur lagt til, að slík þóknun til læknis sé greidd af Barnaverndarráði, en ekki af hælinu eða stofnuninni. Slík hæli hafa yfirleitt lítil fjárráð, ef þau eru ekki rekin af því opinbera, og gæti því ákvæði 2. málsgr. 59. gr. frv. orðið til þess að hindra rekstur þeirra.

25. brtt. er við 60. gr. frv., þar sem er ákveðið, að aðili, þar sem ráðstöfun barnaverndarn. varðar hagsmuni hans, geti borið málið undir Barnaverndarráð og þannig áfrýjað úrskurði barnaverndarn. til Barnaverndarráðs. En þar er tekið fram, að slík áfrýjun fresti ekki framkvæmdum ráðstafana barnaverndarn. En svo er tekið fram í 60. gr., að úrskurður Barnaverndarráðs sé fullnaðarúrskurður, nema málið beri að l. undir önnur stjórnarvöld eða dómstóla. Allshn. leggur til, að þ. breyti þessu. Hér getur verið um mjög þýðingarmiklar ákvarðanir að ræða, eins og t.d. svipting foreldravalds yfir börnum. Það þykir ekki rétt að leyfa að framkvæma þegar í stað ráðstafanir í þessu efni eftir úrskurði barnaverndarn. Við leggjum því til, að ef aðili telur ástæðu til þess að áfrýja til ráðsins, þá skuli sú áfrýjun fresta framkvæmd úrskurðar barnaverndarn. Enn fremur teljum við ekki rétt, að Barnaverndarráð hafi skilyrðislaust fullnaðarúrskurð um þessi mál. Það er svo til ætlazt — í stjskr., að dómsvaldið sé í höndum dómstóla. Og allshn. telur varhugavert að ganga á snið við það ákvæði og fela þarna Barnaverndarráði framkvæmd dómsúrskurða. Allshn. leggur því til, að þessu verði breytt þannig, að felli aðili sig ekki við ráðstöfun barnaverndarn., geti hann skotið málinu til Barnaverndarráðs, og slík áfrýjun fresti framkvæmd ráðstöfunar barnaverndarn., og enn fremur, ef hann sættir sig ekki við úrskurð ráðsins, t.d. í þeim tilfellum, þar sem um sviptingu foreldravalds er að ræða. þá hafi hann heimild til þess að bera málið undir dómstólana.

Um 61. og 65. gr. er það að segja, að við þær eru gerðar till. um orðalagsbreyt. að till. ráðh., að í 61. gr. fyrir orðin „almennra lögreglumála“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: „opinberra mála“. Og er þá miðað við þá breyt., sem alllengi hefur verið fyrirhuguð um meðferð opinberra mála. Og á sama hátt verði 65. gr. breytt. (sbr. 28. tölul. brtt.).

27. tölul. brtt. er við 63. gr. frv., um, að 4. málsgr. falli burt, sem er í samræmi við breyt., sem ég minntist á áður um að færa aldursmark þessara ungmenna, sem Barnaverndarráð hefur afskipti af, úr 21 árs í 18 ára aldur.

Loks er svo brtt. við 66. gr. frv., sem er m.a. um l., sem með þessum l. verði úr gildi felld. Þar hafa fallið niður úr frv. l. nr. 62 4. Júní 1942, um eftirlit með ungmennum o.fl., sem lagt er til, að bætt verði í 66. gr.

Ég hef þá reynt að gera grein fyrir þessum allmörgu brtt. allshn., sem flestar eru í samræmi við till. Barnaverndarráðs, sem hefur mikla reynslu um þessi mál.

Hér eru að vísu komnar fram nokkrar brtt. til viðbótar frá hv. þm. Siglf. (ÁkJ), á þskj. 582. En ég vil ekki gera þær að umtalsefni fyrr en frv. flm. hefur gert grein fyrir þeim. En ég vil taka fram, að þótt n. beri fram þetta margar brtt. við frv., þá er n. sammála um, að í frv. felist margar umbætur, mörg nýmæli, sem til stórra bóta horfi. Allshn. leggur því eindregið til, að frv. nái afgreiðslu, en telur hins vegar rétt, að brtt. hennar nái allar fram að ganga. Flestar þeirra skipta ekki ýkja miklu máli. Og í raun og veru má segja, að sú brtt., sem kannske hefur mesta breyt. í för með sér, sé ákvæðið um fósturbörnin, að fella niður þær hindranir, sem frv. leggur á tökur þeirra.

Legg ég svo til, fyrir hönd allshn., að frv. verði samþ. með þeim breyt., sem n. leggur til.