17.11.1942
Sameinað þing: 1. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (3)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 2. kjördeildar (Áki Jakobsson):

2. kjördeild hefur haft til athugunar kjörbréf háttv. þm. úr 1. kjördeild. Þar lágu 18 kjörbréf fyrir, og af þeim er búið að skila 17, en hið 18., kjörbréf Ingvars Pálmasonar, var ekki fram komið. Það mun vera á leiðinni í pósti, en lagt var fram vottorð frá landkjörstjóra um kosningu hans, og leggur hún til, að vottorðið sé tekið gilt sem kjörbréf, þangað til kjörbréfið sjálft kemur. 2. kjördeild leggur því til, að kjörbréfin og þetta vottorð séu samþ.