25.03.1943
Neðri deild: 83. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1343 í B-deild Alþingistíðinda. (3004)

155. mál, ríkisborgararéttur

Forsrh. (Björn Þórðarson):

Herra forseti. — Ég tek hér til máls í forföllum utanrrh. Það hefur verið mælzt til þess, að þetta mál yrði athugað nánar. Vil ég geta þess, að till. kom fram um lagasetningu um veitingu ríkisborgararéttar. Sendiherra ríkis nokkurs hefur gert þá athugasemd við, að Alþingi setji lög um veitingu ríkisborgararéttar, að þeir, sem ekki innan tólf mánaða hafa getað lagt fram skjöl og skilríki fyrir því, hvernig á málið er litið í föðurlandi þeirra, séu leystir undan ríkisborgararétti. Út af þessu er líklega rétt að taka það fram, að mörg ríki geta ekki í núverandi styrjöld sætt sig við, að þegnar sínir leysi sig undan skyldum við þau með því að gerast íslenzkir ríkisborgarar. Réttast er að skjóta því til ríkisstj. viðkomandi ríkis, hvernig lítið sé á þetta mál þar.

Að öðru leyti skal ég ekki fjölyrða frekar um málið.