14.01.1943
Efri deild: 31. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 126 í B-deild Alþingistíðinda. (301)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Forsrh. (Björn Þórðarson):

Þingmenn ræða mikið um nauðsyn þess, að gott samstarf sé milli þ. og stj. Stj. leggur sjálf mikla áherzlu á þetta. — Þm. segja, að hér hefði átt að vera samvinna við þ., um val manna í Viðskiptaráð. En mér skilst, að þingmönnum finnist því aðeins gott samstarf, að þ. velji 4 menn í ráðið, en skammti stj. einn. Stj. er ekki sammála þessu. Stj. lítur svo á, að hún eigi að framkvæma þessi lög, og hún ber ábyrgðina gagnvart Alþ. Hún vill ekki skipta ábyrgðinni. Hún vill ein bera ábyrgðina og mun standa eða falla á því.