09.03.1943
Efri deild: 70. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 329 í C-deild Alþingistíðinda. (3021)

146. mál, innehimta skatta og útsvara

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Mér skilst, að það sé einkum ákvæði 6. gr. frv., sem muni lækka útgjöldin við innheimtuna, og að það muni verða jafnt, hvort sem innheimtan heyrir áfram undir sömu stofnun eða ekki. Ég hygg, að þetta með kostnaðinn sé ekki á nægilegum rökum reist hjá hæstv. fjmrh., og vil, að það sé athugað, hvort þetta nýja fyrirkomulag muni ekki reynast ódýrara, þótt innheimtan heyri áfram undir tollstjóra, heldur en að stofnað verði nýtt embætti með nýrri skrifstofu. Það er aðallega sú fyrirkomulagsbreyting að hafa ekki innheimtumenn, sem dregur úr kostnaðinum við þetta.