14.01.1943
Efri deild: 31. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 127 í B-deild Alþingistíðinda. (303)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Brynjólfur Bjarnason:

Það var aðeins út af því, sem hæstv. forsrh. sagði, að ég vildi segja nokkur orð. Hann sagði, að sér skildist að ýmsir þm. vildu hafa gott samstarf við stj., en þessir sömu þm. teldu samstarfið því aðeins verða gott, að stj. væri af Alþ. skammtað að ráða einn mann í Viðskiptaráð. Hér held ég, að sé um misskilning að ræða. Ég held, að þessi skoðun hafi hvergi komið fram, svo mikið er víst, að hún hefur ekki — komið fram hjá mér. Það, sem ég óskaði eftir, var það, að Alþ. hefði kost á því í samráði við stj. að skipa Viðskiptaráðið, og ég gat þess, að tækist þetta, væri ekki þörf á brtt. Ef stj. vill ekki hafa þetta samstarf, sem þ. óskar eftir, þá sé ég ekki aðra leið en þá, að Alþ. tryggi sér sjálft þetta vald. Ég verð að undirstrika það, sem hv. 3. landsk. sagði, að þegar þingið samþykkir löggjöf, ber það ábyrgð á framkvæmd hennar. Það er ákaflega varhugavert fyrir Alþ. að taka á sig ábyrgð í þessu máli, ef það er alveg blindandi um það, hvernig á að skipa víðskiptaráð. En það er einmitt undir skipun ráðsins komið, hvernig tekst um framkvæmdina í þessum málum.