06.04.1943
Efri deild: 89. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1347 í B-deild Alþingistíðinda. (3092)

168. mál, óskilgetin börn

Bjarni Benediktsson:

Hv. frsm. gat um það, og það er vikið að því í grg., að nm. áskilji sér rétt til þess að bera fram brtt. við einstök atriði málsins, og eins og hann gat um, þá voru sumir nm., og ég var í þeirra hópi, sem töldu, að ákvæðið um stórkostlegar uppbótagreiðslur aftur í tímann væri varhugavert, vegna þess að það mundi vera miklum örðugleikum háð að innheimta það fé. Ég geri ráð fyrir því, að hér í Rvík mundi þetta valda miklum fjárútlátum fyrir bæjarfélagið til að byrja með, mörg hundruð þús. kr., og það er gefinn hlutur, að þótt það sé innheimt af barnsfeðrunum, verður mjög erfitt að ná því í einu lagi svo löngu eftir á. Ég tel þess vegna, — þó að færa megi viss rök fyrir því, að þessi hækkun, sem frv. ákveður, sé ekki ósanngjörn, — að þetta muni vera illframkvæmanlegt að þessu leyti, svo framarlega sem ætlazt er til, að sveitarsjóðirnir standi undir þessu. Það er ljóst, að þetta nær ekki einungis til Rvíkur, heldur einnig til allra annama sveitarfélaga. Ég vil því áskilja mér rétt og tækifæri til þess að bera fram brtt. við þetta ákvæði frv. Þó að ég geti fallizt á, að málsmeðferðinni sé hraðað, þá vil ég vænta þess, að menn hafi færi á því að bera fram brtt. Ég hef verið að láta athuga, hversu miklu fé þetta mundi nema, en ég veit það ekki enn. Ég gæti trúað, að ég gæti verið búinn að fá vitneskju um það í fyrramálið og væri þá tilbúinn að bera fram brtt.