18.01.1943
Neðri deild: 36. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 385 í C-deild Alþingistíðinda. (3146)

94. mál, húsaleiga

Flm. (Lúðvík Jósefsson):

Það er örstutt aths. Ég vil fyrst taka fram, að það er misskilningur, að ég hafi um það talað, að meðaltalsleiga yrði 2500 kr., heldur sagði ég, að kaupfélagsstjórinn hefði gert þá kröfu, að tryggt yrði lágmarksgjaldið af hverjum bát 2500 kr. Vitanlega ætlaðist hann til, að hún yrði miklu hærri og getur orðið miklu hærri í kapphlaupinu milli báta um þessa verstöð. Þó að leigan sé há, þá ætla ég, að flestir hv. þm. skilji, að eðlilegt er, að bátar sæki eftir að komast þangað, þar sem þetta er eina vetrarverstöðin á Austfjörðum, og er eðlilegt, að þeir keppist eftir að komast á þau ágætu fiskimið, sem þarna eru, þó að leigan sé há og jafneðlilegt, að þeir reyni kappsamlega að fá þessum ókjörum breytt.

Þar sem hv. þm. minntist á, að þetta væri samningamál, þá vil ég endurtaka, að við höfum reynt að fara samningaleiðina, meðan mögulegt var. Þar sem hann minntist á Benedikt Guttormsson, þá skal ég taka fram, að hann hefur aðeins farið höndum um þetta mál nokkra daga til þess að reyna að ráða fram úr allra mestu andræðunum En hvað sem öllum samningaumleitunum líður og hvað sem þessu máli líður í þetta sinn, þá er eigi að síður bráðnauðsynlegt að setja l., sem eru bindandi fyrir allar verstöðvar í landinu, ekki aðeins Jón Ívarsson í Hornafirði, heldur alla, þó að hann hafi gengið lengst eins og hans var von og vísa. Það verður því að setja l., sem binda hann og aðra við sanngjörn kjör.