16.01.1943
Efri deild: 33. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 134 í B-deild Alþingistíðinda. (319)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Fjmrh. (Björn ólafsson):

Herra forseti. — Út af till. á þskj. 214 sem hér liggur fyrir, vil ég aðeins segja það, að ríkisstj. eða ég fyrir hennar hönd gaf það svar við þessum málaleitunum n., að hún teldi brtt. óþarfa og skerða að talsverðu leyti það olnbogarúm, sem stjórnin annars hefði. til að velja menn í ráðið. En að hún samt sem áður ekki teldi, að brtt. skipti nokkru máli, þannig að hún vildi gera út af henni ágreining. Hins vegar vill stjórnin lýsa yfir því í þessu sambandi, að hún tekur hæfa og æskilega starfskrafta í ráðið, hvar sem hún finnur þá, þó að þeir, sem til starfsins eru kvaddir, hafi áður en þeir tóku sæti í Viðskiptaráði verið starfsmenn hjá þeim aðilum, sem um getur í till.