26.02.1943
Neðri deild: 67. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 446 í C-deild Alþingistíðinda. (3300)

143. mál, meðalalýsi

Frsm. (Finnur Jónsson):

Herra forseti. — Í þessu frv. er gert ráð fyrir, að ríkisstj. sé heimilað að ákveða, að allt meðalalýsi, sem héðan er flutt til útlanda, verði fjörefnarannsakað af atvinnudeild háskólans, og lýsiseigendur greiði gjald fyrir slíka rannsókn, er miðist við kostnað þann, sem af henni leiðir. Rannsóknaráð ríkisins hefur viljað fá Alþ. til að samþykkja sérstaka löggjöf um útflutningsgjald af lýsi. En sjútvn. var sammála um, að með því að fyrir væru a.m.k. 4 flokkar af útflutningsgjaldi af lýsi, þá væri ekki ástæða til að bæta við 5. flokknum til þess að ná 25 þús. kr. í ríkissjóðinn á normal tímum. Það væri ekki nema óþarfa fyrirhöfn fyrir þá, sem afgreiða pappíra til útlanda, sem eru nógu margbrotnir nú þegar, þó að þeir. verði ekki enn þá margbrotnari. Þessu gjaldi mun líka vera hægt að ná með öðrum ákvæðum, svo sem þeim, að þeir, sem skyldir eru til þess að láta rannsal:a lýsið, séu látnir borga kostnað þann, sem af því leiðir, án þess að samþ. nýtt útflutningsgjald. Sjútvn. taldi. sjálfsagt að láta framkvæma þessa fjörefnisrannsókn, en telur, að hægt sé að ná þeim tilgangi á þann einfalda hátt, sem stungið er upp á í frv., og að það hljóti að koma að nákvæmlega sama gagni eins og þótt sett væri sérstök löggjöf um það efni, sem n. telur hins vegar óþarft. Þessi ákvæði, sem n. leggur til, að samþ. verði, eiga beinlínis heima í l. um vinnslu, verkun og mat meðalalýsis.

Með því að leggja til, að þessi ákvæði væru samþ. sem breyt. á nefndum l., vakti fyrir mér sérstaklega, að á þann hátt vekur þetta miklu minni eftirtekt út á við hjá keppinautum okkar heldur en með því að fara að setja um þetta alveg sérstaka löggjöf.