05.02.1943
Neðri deild: 50. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í D-deild Alþingistíðinda. (3318)

68. mál, vegagerð og símalagning

Frsm. (Gísli Sveinsson):

Ég sé ekki ástæðu til að deila um þetta atriði. Tilgangurinn er að „auka meir en nú er“ vélanotkun, og ég sé ekki, að það fái ekki staðizt. Það er það, sem á að rannsaka, því að vélaafl er nú þegar ekki aðeins notað, heldur hefur verið gerð gangskör að því, að kleift yrði á næstunni að gera aukningu þá, sem yfirleitt væri tiltækileg vegna útvegunar á vélum. En það að fella þessi orð úr hefur í sjálfu sér engan stuðning í virkileikanum, því að þau gera engan skaða. Það er meinlaust, þó að það sé kannske gagnslaust, en. ég vil ekki fara út í neitt til að vekja sundrung.