08.01.1943
Sameinað þing: 14. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í D-deild Alþingistíðinda. (3343)

46. mál, flugmál Íslendinga

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Við höfum borið fram brtt., sem að vísu hafa ekki verið fengin afbrigði fyrir, skilst mér. Ég vildi aðeins benda á, að æskilegt væri, að þeir menn, sem hafa með þetta mál að gera í allshn., taki til athugunar, hvort ekki sé tiltækilegt að hrinda þessu máli um millilandaflug í framkvæmd einmitt nú, meðan stríðið stendur. Því að bæði er það kannske mest aðkallandi nú, og eins kunna að vera mestir möguleikar á því að koma þessu máli af stað, meðan sú samvinna er milli Ameríku og Ís lands, sem nú er.

Að öðru leyti ætla ég ekki að fara að ræða málið nú, en óska eftir, að þessi brtt., sem ég gat um, verði send hv. n. til athugunar samhliða aðaltill. á þskj. 64.