09.02.1943
Sameinað þing: 23. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 52 í D-deild Alþingistíðinda. (3419)

25. mál, milliþinganefnd í sjávarútvegsmálum

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Eins og hv. frsm. tók fram, gat n. ekki orðið sammála um málið. Minni hl. gerði ítrekaðar tilraunir til þess að ná samkomulagi um till. um eina 5 manna n. til að fjalla um málið. En ekki náðist samkomulag um eina n., sem mundi kosta ríkissjóð minna. Þótt svo sé komið, að um tvær n. sé að ræða, viljum við fá orðalagsbreyt., en eins og það er, stefnir það að ákveðnu pólitísku marki. Það verður að vera alveg hlutlaust orðalag. Á þskj. 352 eru till. okkar í því efni.

Ekki er ástæða til að tef ja umr. frekar. Þeir, sem óska að afgreiða þessa till. hlutdrægnislaust, munu samþykkja brtt. á þskj 352.