28.01.1943
Neðri deild: 45. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í B-deild Alþingistíðinda. (343)

127. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur í febrúar 1943

Forsrh. (Björn Þórðarson):

Herra forseti. —. Í forföllum vegna sjúkleika fjmrh. fylgi ég þessu máli hér inn í hv. þd.

Frv. þetta, eins og það liggur hér fyrir á þskj. 285, er samhljóða I. frá 29. des 1942 um bráðabirgðafjárgreiðslur, að undanteknu því, að tímatakmarkið er nú fært fram.

Eins og hv. þd. er kunnugt, þá er þess ekki að vænta, að fjárl. verði afgreidd frá þinginu fyrir lok þessa mánaðar. Það var því nauðsyn á að bera fram frv. um framlengingu þeirrar sömu heimildar, sem fólst í l. frá 29. des. 1942. og er það gert með því frv., sem hér liggur fyrir. Tímatakmarkið er sett til 15. febrúar, því að fyrir þann dag verður þessu Alþ. lokið, og fjárlagafrv. verður þá búið að samþ. frá þinginu og staðfesta það.

Með því að í dag er 28. janúar, fimmtudagur, þá þarf þetta frv. að komast fyrir helgina gegnum þingið, og því mælist ég til þess, að hv. þ.d. vilji afgreiða málið frá sér til fullnaðar nú, svo að það gæti komið fyrir hv. Ed. á morgun.