08.01.1943
Sameinað þing: 14. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 69 í D-deild Alþingistíðinda. (3447)

38. mál, verkleg framkvæmd efitr styrjöldina og skipulag stóratvinnurekstrar

Gísli Jónsson:

Eins og fram kom í ræðu hv. 4. þm. Reykv., er það ákaflega mikilsvert, að í n. veljist menn, sem góðan skilning hafa á málinu. Það hefur skilið nokkuð milli mín og 1. flm. Hann lítur svo á, að það sé skilyrði fyrir nefndarskipuninni, að nm. séu úr þinginu, þótt verið geti, að þeir hafi ekki viðtæka þekkingu á málinu. Afstaða mín til málsins markast af því, hvernig valið verður í n. Af því að ég á sæti í n., sem fær málið til athugunar, vildi ég fá nánari upplýsingar en komu fram í grg. Geymi ég mér að svara öðrum atriðum, þangað til við höfum flutt till. okkar. Mun ég því ekki ræða að sinni um ýmislegt af því, sem hv. 2. þm. S.-M. kom að í ræðu sinni, m.a. um skoðanir mínar á samvinnumálum.