09.02.1943
Sameinað þing: 23. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 70 í D-deild Alþingistíðinda. (3452)

38. mál, verkleg framkvæmd efitr styrjöldina og skipulag stóratvinnurekstrar

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. — Ég vil leyfa mér fyrir hönd okkar flm. að þakka hv. n. fyrir afgreiðslu hennar á þessu máli, því að hún var yfirleitt vinsamleg í heild, þótt nokkrir hv. nm. hafi borið fram brtt., sem fer nokkuð í aðra átt.

Ég get vel fellt mig við brtt. meiri hl. n., ag enn fremur er ég samþykkur brtt. hv. 4. þm. Reykv., á þskj. 350, um að n., sem kosin verður í þessu máli, taki sér hliðstæðar n. erlendis til fyrirmyndar. Viðvíkjandi till. nokkurra hv. n.m. á þskj. 353, vil ég segja, að hún raski ekki efni málsins, þótt hún verði samþ., en ég tel þó enga nauðsyn að samþykkja hana.

Munurinn er sá, að þessir þrír hv. nm. vilja fella burt úr till., að áherzla sé lögð á, að stórfyrirtæki séu rekin með almenningshag fyrir augum og að þeir, sem að honum vinna, beri úr býtum endurgjald fyrir störf sín í samræmi við afkomu atvinnurekstrarins. Ég tel það til bóta., að þetta fái að vera í till., og mun því greiða atkv. móti brtt. á þskj. 353. — Að öðru leyti þakka ég hv. n. fyrir afstöðu hennar til till.