16.03.1943
Sameinað þing: 32. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 88 í D-deild Alþingistíðinda. (3551)

113. mál, höfundaréttur og listvernd

Flm. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Herra forseti. — Þessi þáltill. þarfnast ekki nánari skýringa, — þær eru í grg., sem fylgja till.

Þótt þetta mál nái samþykki Alþ., er ekki síður þörf á ýtarlegri endurskoðun á höfundarétti og listvernd og á hvern hátt íslenzka ríkið eigi að setja löggjöf um þetta efni. Flm. hafa fengið þær upplýsingar, sem þeir óskuðu eftir, hjá Bandalagi íslenzkra listamanna. Hygg ég, að ekki sé þörf nánari skýringar, og vil ég því aðeins mæla með því, að hv. Alþ. samþ. þessa till.