16.03.1943
Sameinað þing: 32. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 124 í D-deild Alþingistíðinda. (3627)

135. mál, launabætur embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins

Páll Zóphóníasson:

Þegar sams konar till. og þessi var samþ. hér á Alþ. í sumar, var því haldið vandlega leyndu af hæstv. ríkisstj., að hún væri bú in að veita miklum fjölda embættismanna launauppbætur utan við l. og bak við Alþ. Og hæstv. þáv. fjmrh., Jakob Möller, neitaði að gefa Alþ. upplýsingar um, hver væru launakjör embættismanna, og taldi það svo mikið verk, að til þess ynnist ekki tími í ráðuneytinu að taka saman upplýsingar um það. Ég verð því að álíta, að hæstv. stj. hafi þá hlunnfært hv. alþm. Nú réð minni hl. Alþ. því, að till. hv. þm. N.-Þ., sem reyndi að ráða bót á þessu, fékk ekki að koma til umr. og atkv., og því verður þetta ekki lagfært að þessu sinni, en vitanlega bar að nema burtu hinar ólöglegu launauppbætur, ef ekki á að gera ríkisstj. ábyrga fyrir þeim greiðslum. Þar sem mér er fyrirmunað að greiða atkv. um afgreiðslu málsins eins og ég vil, tek ég ekki þátt í atkvgr., heldur sit hjá.