16.03.1943
Sameinað þing: 32. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 126 í D-deild Alþingistíðinda. (3645)

138. mál, raforkumálanefnd

Jón Pálmason:

Herra forseti. — Það hefur orðið samkomulag þeirra, sem eru í fjhn. hv. Nd. og jafnframt flm. þessarar þáltill., að sanngjarnt sé að bæta einum manni í mþn. í raforkumálum, þannig að allir þingflokkar eigi þar fulltrúa. Þessi þáltill. fjallar ekki um annað en það, að breytt sé nefndarskipuninni í það horf.

Ég sé ekki ástæðu til að fara um þetta mörgum orðum, ef ekki koma fram nein andmæli gegn till., og óska þess, að málið nái fram að ganga.