21.01.1943
Neðri deild: 39. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í B-deild Alþingistíðinda. (365)

119. mál, verðlag

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. — Mig langar í sambandi við þetta frv. að gera nokkrar fyrirspurnir til hæstv. ríkisstj., og þá fyrst og fremst til hæstv. viðskmrh., sem æskilegt væri að fá svarað, svo að n. gæti athugað þau svör, sem gætu fengist við þeim fyrirspurnum.

Það er tekið fram í 3. gr. frv., að þegar viðskiptaráð fjallar um verðlagsmál, þá skulu tveir nm. jafnan víkja úr ráðinu samkv. ákvörðun ríkisstj. í skipunarbréfum þeirra, og í þeirra stað koma verðlagsstjóri og annar maður, er ríkisstj. skipar, með atkvæðisrétti um verðlagsakvarðanir. Mér þætti mjög vænt um að heyra frá hæstv. viðskmrh., hvaða ástæða er til þess að hafa þessa fyrri málsgr. 3. gr. í frv. og hvaða ástæða er fyrir því að hafa þessi ákvæði um það, að þessir tveir menn skuli víkja úr þessu víðskiptaráði. Samkv. l. um víðskiptaráð er það þrennt sérstaklega tekið fram, að ekki skuli vera í því fulltrúar sérstakra stétta né heldur menn, sem eiga beinna hagsmuna að gæta í sambanni við störf ráðsins, eða í þriðja lagi eru í þjónustu aðila, sem svo er ástatt um. Hvaða hugsanlegir möguleikar eru til þess, að það ætti að setja í l. um verðlag, að tveir menn eigi að víkja úr viðskiptaráði í vissum tilfellum? Það væri mjög skemmtilegt að fá upplýsingar um það, hvaða ástæður eru fyrir því. Eftir þeim l. um gjaldeyrismeðferð, sem afgr. voru frá þinginu, þá var gengið út frá því, að í því ráði væru ekki þeir menn, sem hefðu neinna hagsmuna að gæta, svo að það var ekki nein sérstök ástæða eftir því til þess, að tveir menn færu að víkja úr þessu ráði. Nú hefur verið skipað í þetta ráð, og í sambandi við þá skipun er það svo einkennilegt, að hæstv. viðskmrh. upplýsir blaðamenn um það, að tveir vissir menn, sem í ráðið hafa verið skipaðir, sem sé Oddur Guðjónsson, sem alls ekki mun vera skrifstofustjóri Verzlunarráðs Íslands, og Jón Ívarsson, sem ekki mun vera kaupfélagsstjóri, þessir menn eigi að víkja úr viðskiptaráði, þegar Alþ. sé búið að semja l. um það. Hvernig stendur á því, að gert er ráð fyrir, að tveir menn skuli þannig víkja úr ráðinu, þegar í l. um gjaldeyrismeðferð er svo skýrt fram tekið, að í víðskiptaráði megi ekki vera menn, sem skoðazt geti fulltrúar aðila, sem hagsmuna hafa að gæta, samkv. því, sem ég tók fram áðan. Og í öðru lagi, hvernig stendur á því, eins og upplýst hefur verið, að hæstv. viðskmrh. hefur þegar útséð tvo menn, sem skuli víkja úr ráðinu, þegar l. um það verða samþ., sem ekki er búið að samþ., og þegar þessir tveir menn hafa hætt störfum, annar í Verzlunarráði Íslands og hinn við kaupfélagsstjórn, en mun vera riðinn við Samband íslenzkra samvinnufélaga? Hvaða samband er þarna á milli? Ég kasta þeirri fyrirspurn fram, hvort þær hugmyndir komi hér fram, og var spurt um þetta, þegar frv. um gjaldeyrismeðferð var til umr., að Verzlunarráð Íslands og Samband íslenzkra samvinnufélaga ættu að útnefna menn í þetta viðskiptaráð, þannig að ríkisstj. hefði kannske haft í hyggju að taka við einhverjum meðmælum til útnefningar manna í víðskiptaráð. Ég vil fá upplýsingar um það í sambandi við þetta, hvort þessir tveir menn væru á vegum þessara stofnana, sem, eftir því sem hæstv. viðskmrh. hefur tjáð blöðunum, eiga að víkja úr sæti í viðskiptaráði eftir l., sem á að samþ., þó að þeir eftir l., sem búið er að samþ., eigi ekki að hafa neinna sérstakra hagsmuna að gæta fyrir sig eða aðra aðila. Það væri ástæða til að fá upplýsingar um þetta, því að annars væri ástæða til að ætla, að þessir tveir menn væru að einhverju leyti valdir eftir ábendingu vissra aðila. Ég vil víta, hvers vegna þessi 3. gr. er komin inn í frv., þ.e.a.s. fyrri hluti hennar, hvort það sé þannig, að í raun og ver u sé verið að gera leik að því af hæstv. ríkisstj. að fara í kringum 1., sem Alþ. nú nýlegu hefur samþ. Hæstv. viðskmrh. sagði í framsöguræðu sinni viðvíkjandi þessu máli, eins og hann hefur sagt oftar í þinginu, að allt væri undir framkvæmdinni komið, hvert gagn yrði af þessum l., til þess að halda niðri dýrtíðinni. Það er að vísu mjög mikið rétt í því. En ég vil leggja áherzlu á það, að líklega væri nokkuð undir því komið, hvernig l. samkv. aðilar hafa rétt til þess að skipa í n., sem á að fara með þessi mál. Hitt er líka mikilsvert, hvernig framkvæmdin er. Hæstv. ríkisstj. hefur lýst yfir þeim vilja sínum í sambandi við l. um gjaldeyrismeðferð, að hún fái sem mestu ein að ráða um framkvæmd þessara mála. Og hæstv. Alþ. hefur orðið við þeirri ósk. Hæstv. ríkisstj. lét í ljós það álit sitt, að hún vildi ráða ein þeim mönnum, sem í viðskiptaráði væru, því að það væri nauðsynlegt til þess, að hún gæti látið þá menn fara, sem ekki sýndu sig að vera færa um að standa þar í sínu starfi.

Nú vildi ég í sambandi við þá skipun, sem átt hefur sér stað nú þegar í sambandi við viðskiptaráð, beina þeirri fyrirspurn til hæstv. ríkisstj., hvort henni hafi verið kunnugt um það, þegar hún skipaði menn í ráðið, að einn af mönnunum, sem í ráðið voru skipaðir, Jón Ívarsson, kaupfélagsstjóri á Hornafirði, liggur undir ákæru fyrir það að hafa hækkað verð á vöru algerlega ólöglega, eftir að 1. frá 19. des. s.l. gengu í gildi, bæði hækkað verð á kolum og almennt á nauðsynjavörum. Mér þykir að vísu ólíklegt, að hæstv. ríkisstj. hafi verið kunnugt um þetta. Hún hefði varla farið að skipa mann í ráðið, sem hún hefði vitað, að nýlega hefði verið búinn að gera sig sekan um brot á þeim l., sem ríkisstj. sjálf hafði fengið samþ. hér í hæstv. Alþ. En ef svo er, að hæstv. ríkisstj. hefur ekki vitað þetta, þá vil ég spyrja: Hvar leitaði ríkisstj. sér upplýsinga um þennan mann um framkvæmd á verðlagsákvæðum l.? Leitaði hún sér þeirra upplýsinga hjá smáútvegsmönnum á Hornafirði, sem kaupa af honum ýmsar vörur, sem þar eru til sölu, og öðru fólki þar á staðnum, eða leitaði hún sér þeirra hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga og stjórn þess sambands, sem þessi maður er í sambandi við? Leitaði hæstv. ríkisstj. þessara upplýsinga hjá bankaráði Landsbanka Íslands eða hjá stjórn S.Í.S. eða hjá þeim, sem kaupa vörurnar, sem kaupfélag það, sem ham hefur stjórnað, hefur selt? Það liggur fyrir dómstólunum, kannske í dag, að taka til athugunar lögbrot, sem þessi maður er sakaður um að hafa framið í sambandi við ákvæði l. um verðlagsmál. Og í viðtali, sem formaður verkalýðsfélagsins „Jökuls“ á Hornafirði hefur haft við Jón Ívarsson, hefur hann (JÍv) sagt, að það væri hans skoðun, að ríkissjóður greiddi mismuninn á verðinu, og þá verði þeim mönnum, sem kaupa dýru kolin, greiddur mismunurinn til baka. Er það með þessum hætti, sem þessi maður fer inn í viðskiptaráð? Þessi maður brýtur l., og í öðru lagi segir hann: „Það er rétt, að ríkissjóður borgi mismuninn þarna á.“ Og ef ríkisstj. hefur verið ókunnugt um þetta, sem ég tel líklegt, hefur hún vanrækt að leita upplýsinga um framkvæmd þessa manns á verðlagsákvæðum gildandi l. Hvað hefur nú hæstv. ríkisstj. hugsað sér í sambandi við það, sem hún hefur sagt, að hún vildi hafa rétt til að velja menn í þetta ráð til þess að geta látið þá menn fara úr því, sem ekki reyndust færir um að vinna störf þar, ættar hún þá strax að skipta um menn í ráðinu, ef hún kemst að því, að menn séu í það óheppilega valdir og fallnir til þess að vekja ótrú manna í landinu á viðskiptaráði sjálfu og framkvæmdum þess? Það væri mjög æskilegt að fá að heyra um þetta mál frá hæstv. viðskmrh., því að vafalaust getur það haft einhver áhrif í sambandi við afgreiðslu þessa frv., sem hér liggur fyrir.