16.03.1943
Sameinað þing: 32. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 128 í D-deild Alþingistíðinda. (3659)

144. mál, milliþinganefnd í póstmálum

Flm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. — Ég þarf ekki að hafa langa framsöguræðu um þetta mál. Það er öllum hv. þm. kunnugt, að póstgöngum hér á landi, þó að þær séu að smábreytast til batnaðar frá því, sem áður var, er mjög áfátt á ýmsa lund, sérstaklega hvað snertir það, hvað póstferðir eru strjálar á ýmsum stöðum úti um land. Við flm. þessarar þáltill. lítum svo á, að úr þessu megi bæta kannske án mikils aukins kostnaðar. Og við álítum, að það eigi að vera verk þessarar mþn. að athuga og rannsaka, á hvern hátt það verði bezt gert. Það ætti ekki að ,þurfa að verða stórfelld eða kostnaðarsöm breyt. að koma pósti örar út en nú er gert sums staðar á landinu, sérstaklega þar, sem bílasamgöngur eru örar, en þó ekki notaðar til póstflutninga. Enn fremur virðist mjög mikið mega laga póstsamgöngurnar og samræma þær og samstilla hverjar með öðrum betur en gert hefur verið.

Allt þetta vil ég láta þessa n. athuga og rannsaka og gera till. um. Gert er ráð fyrir, að kostnaður við þessa n. greiðist úr ríkissjóði.

Virðist mér eðlilegt, að þessari till. verði vísað til n., annað hvort allshn. eða fjvn.