30.03.1943
Sameinað þing: 35. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 129 í D-deild Alþingistíðinda. (3662)

144. mál, milliþinganefnd í póstmálum

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Fjvn., sem hafði þessa till. til meðferðar, sendi hana til póst- og símamálastjóra til umsagnar. Hann mælti með því, að till. yrði samþ., en óskar tekna inn í hana breyt., sem er í nál. á þskj. 606, og er breyt. í því fólgin, að inn í þáltill. er því bætt, að þessi þriggja manna n. á að athuga „í samráði við póststjórnina“ póstsamgöngur landsmanna o.s.frv., sem var sjálfsagt, og var til þess ætlazt í upphafi, þó að það væri ekki sérstaklega tekið fram. N. hefur því breytt till. og tekið þetta inn í hana. Og jafnframt er því bætt í till., að ráðh. skipi formann n., einhvern af þeim, sem kosnir yrðu í n. Þetta er fram tekið af því, að það hefur komið fyrir, að um það hefur verið deilt, hvort ráðh. skipi formann n. eða n. kjósi sér formann sjálfar, þegar ekkert hefur verið tekið fram um það í þál. Hér þarf því ekki að koma til neins slíks ágreinings, ef . brtt. yrði samþ.

Um þörfina á að skipa þessa n. og að hún skili góðu nál. þarf ég ekki neitt að ræða, — um það eru allir menn sammála, sem eitthvað þekkja til þessara mála úti í héruðum landsins.

Vil ég svo fyrir hönd n. mælast til þess, að þáltill. verði samþ. með þeim breyt., sem till. eru um á þskj. 606.