21.01.1943
Neðri deild: 39. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 148 í B-deild Alþingistíðinda. (367)

119. mál, verðlag

Eysteinn Jónsson:

Það vor u aðeins nokkur atriði, sem ég vildi segja um þetta mál, áður en það fer til 2. umr. og n.

Mér virðist, að í þessu frv.. séu fremur lítil nýmæli frá því, sem er í þeirri löggjöf, sem nú gildir. Starfsvið víðskiptaráðs í verðlagsmálum er samkv. þessu frv. markað nærri alveg eins og starfsvið dómnefndar í verðlagsmálum, sem starfar samkv. l. frá því í sumar. Frá þessu eru e.t.v. örfáar undantekningar, en í aðalatriðum er það þó á þessa lund. Það er að vísu talið fleira upp í þessum 1. en gert er í gildandi 1. frá því í sumar af þeim atriðum, sem viðskiptaráð skuli hafa afskipti af, og meira fyrirskipað með almennum orðum, yfir hvað afskipti dómnefndar skuli ná. En efnismunur er þar á sára lítill, ef hann er nokkur. Mér finnst þetta frv. eins og þau l. ákaflega víðtækt. Og það er eðlilegt, að mínum dómi, að víðskiptaráð fái þessar víðtæku heimildir, eins og dómn. hefur haft. Og það, sem er gleggra og frekara fram tekið í þessu frv. heldur en í l. um dómn., virðist mér til bóta.

Um fyrirkomulagsbreyt., sem hér á sér stað, er töluvert svipað að segja. Það er gert ráð fyrir, að það komi sérstakur verðlagsstjóri, en honum er ekki ætlað neitt sérstakt vald í verðlagsmálum, þannig að hann verður framkvæmdastjóri viðskiptaráðs, eins og skrifstofustjóri dómn. hefur verið fram að þessu. Honum er ætlað að sjá um dagleg störf og gera till. til ráðsins, eins og skrifstofustjóri má að sjálfsögðu gera undir venjulegum kringumstæðum. Mér virðist hér því ekki um verulega efnisbreyt. að ræða. Hér er gert ráð fyrir, að starf verðlagsstjóra verði fast starf eins og skrifstofustjóra verðlagsdómstólsins. Og það er gert ráð fyrir, að verðlagsstjóri eyði öllum tíma sínum í að sinna þessum málum eins og skrifstofustjóri dómn. áður. Meginbreyt. er í raun og veru ekki gerð með þessu frv., heldur með frv., sem búið er að samþ. með því að fela viðskiptaráði þetta í staðinn fyrir dómnefnd í verðlagsmálum. Dómn. var eingöngu skipuð af ríkisstj. eins og viðskiptaráð. Það má segja, að þar sé heldur ekki um efnisbreyt. að ræða. En þarna eru komnir nýir menn. Og um meginefni þessa frv. eru allir sammála, eins og menn lýstu sig sammála um sjálft frv. til l. um gjaldeyrismál, sem samþ. var og var m.a. um viðskiptaráð. Hér er um að ræða endursamþykkt þeirra ákvæða, sem eru í l. um þetta efni, og afleiðingu af þeim l., sem búið er að samþ. Eina nýmælið er, að breyta skuli um skipun í víðskiptaráði, þegar verðlagsmál koma fyrir. Ég hafði skilið l. þannig, þegar þau voru samþ., að viðskiptaráð skuli hafa verðlagningarvaldið. Og mér hafði skilizt af þeim fjárhagsnm., sem ég hafði tal af um þetta, að einmitt í fjhn. hefði verið ráð fyrir því gert, að viðskiptaráð hefði verðlagsákvörðunina með höndum. En nú ætlar hæstv. ríkisstj. að setja tvo nýja menn inn í ráðið í stað tveggja, sem þar eiga sæti annara, þegar um verðlagsmál er að ræða. Og hæstv. viðskmrh. færði fyrir þessu þau rök, að með þessu móti væri trygging fyrir því, að þeir, sem með sérstökum hætti ættu að hafa með höndum verðlagsmál, skyldu koma í n. og leggja sitt lóð á vogarskálina um þau mál. Virðist mér þetta rétt viðkomandi verðlagsstjóra. En mér er ekki jafnljóst, hvernig stendur á því, að það skuli þurfa að ryðja tveimur mönnum úr ráðinu í þessum kringumstæðum. Mér hefur skilizt, að það væri nóg að ryðja einum manni úr ráðinu, til þess að verðlagsstjóri gæti komið inn sem sá maður, sem hefði sérstaka kunnugleika um þessi mál. Má vel vera, að hæstv. ríkisstj. hafi sínar röksemdir og ástæðu fyrir því, að það þurfi einmitt að ryðja tveimur mönnum úr ráðinu í þessum tilfellum. En út frá rökum hæstv. ráðh. mætti í fljótu bragði álykta, að nóg væri að ryðja einum manni. En væntanlega kemur það fram við frekari meðferð málsins, hvað fyrir hæstv. ríkisstj. vakir í þessu efni.

Mér virðist þetta frv. stefna í rétta átt. Og það hlýtur náttúrlega að gera það, að því er snertir einstök atriði þess, meðferð í fjhn. Mun ég því ekki fara nánar út í það á þessu stigi.